Framsýn óskaði í morgun eftir fundi með Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra um ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík. Beðið er eftir svari frá ráðherra um fundartíma.
Töluvert hefur verið um að fólk hafi sett sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í dag til að mótmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka á Húsavík.