Fulltrúar Framsýnar gengu á fund Kristjáns Þórs Magnússonar sveitarstjóra Norðurþings í morgun. Tilefni fundarins var að fara yfir atvinnu- og byggðamál í héraðinu auk þess að fara yfir málefni er snerta samstarf Framsýnar og Norðurþings. Að sjálfsögðu tóku fulltrúar Framsýnar upp umræður um ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík 1. desember. Fundurinn var mjög vinsamlegur enda markmið Norðurþings og Framsýnar að eiga gott samstarf um málefni sveitarfélagsins, sérstaklega sem snerta velferð íbúa og eflingu sveitarfélagsins sem og annarra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum.
Frá fundinum, Ósk Helgadóttir og Aðalsteinn Árni Baldursson frá Framsýn og Kristján Þór Magnússon og Guðbjartur Ellert Jónsson frá Norðurþingi.