Fundaði með Árna Páli í kvöld

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kom við hjá formanni Framsýnar í kvöld en Aðalsteinn biðlaði til formanna stjórnmálaflokkana í dag um að koma í veg fyrir að þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunnar yrði lokað á Húsavík í lok nóvember. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins kom fram að Vinnumálastofnun þurfi að spara um 130 milljónir til að skila hallalausum rekstri. Ekki er ólíklegt að launakostnaður við starfsmanninn á Húsavík, það er laun og launatengdar greiðslur Vinnumálastofunnar séu tæplega 2 milljónir á ári sem segir lítið upp í gatið hjá Vinnumálastofnun.
Aðalsteinn segist hafa lausnina fyrir stofnunina og bendir á að á árinu 2011 Atvinnuleysistryggingasjóður greitt 348,5 m.kr. til fiskvinnufyrirtækja vegna hráefnisskorts. Sambærileg tala fyrir árið 2012 hefði verið 409,6 m.kr. og á árinu 2013  248,2 m.kr. til fiskvinnslufyrirtækja. Á fjárlögum 2013 væri gert ráð fyrir 190 m.kr. til þessa liðar og á fjárlögum 2014 væri gert ráð fyrir 140 m.kr. sem væri nálægt þeirri tölu sem vantaði upp á rekstur Vinnumálastofnunnar. Nær væri fyrir Vinnumálastofnun að hætta þessum greiðslum til sjávarútvegsfyrirtækja og loka þannig gatinu þar sem íslenskur sjávarútvegur þurfi ekki á ríkisstyrkum að halda.
Árni Páll leit óvænt við hjá formanni Framsýnar í kvöld. Atvinnumál voru til umræðu og ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík.
Deila á