Skákfélagið Huginn stóð fyrir öflugu skákmóti um helgina á Húsavík sem nefnist Framsýnarskákmótið en stéttarfélagið Framsýn er styrktaraðili mótsins. Sigurvegari mótsins varð Jón Kristinn Þorgeirsson frá Akureyri. Einnig var keppt í flokki 16 ára og yngri, þar sigraði Jón Aðalsteinn Hermannssson.
Sigurvegarnir, Jón Kristinn Þorgeirsson og Jón Aðalsteinn Hermannsson.
Framsýnarskákmótið hefur staðið yfir um helgina. Mótið fór fram í fundarsal stéttarfélaganna.
Ævar og Sighvatur tókust á í dag. Ekki fylgir sögunni hvor vann skákina.