
Á vinnustaðaskírteini skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:
Nafn og kennitala viðkomandi starfsmanns ásamt mynd (hafi starfsmaður ekki íslenska kennitölu skal í stað kennitölu skrá fæðingardag og ár).
Heiti atvinnurekanda eins og það er skráð í fyrirtækjaskrá kennitala.
Uppfylli atvinnurekandi ekki skyldur sínar skv. framangreindu getur það varðað sektum sbr. 6. gr. laga nr. 42/2010.
Allar nánari upplýsingar má fá á vefslóðinni www.skirteini.is. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar inn á heimasíðu Framsýnar www.framsyn.is.

Fulltrúar Framsýnar hafa farið víða um félagssvæðið í sumar og heimsótt fyrirtæki í ferðaþjónustu. Því miður eru fyrirtækin ekki að standa sig í að uppfylla reglur um vinnustaðaskýrteini með fáum undantekningum. Mikilvægt er að ferðaþjónustu fyrirtækin uppfylli þessar skyldur þeirra.