Um þessar mundir er unnið að því að hefja boranir í Fnjóskadal í gegnum Vaðlaheiði. Þar er allt að gerast við Skóga þar sem borað verður í gegnum heiðina. Verið er að slétta plön, koma upp matsal og skrifstofuhúsnæði og þá er reiknað með boranir hefjist í lok ágúst gangi allt eftir. Hér koma tvær myndir sem teknar voru í gær af fulltrúum Framsýnar sem voru þar á ferð.