Hótelið við Mývatn

Kristín Sveina Bjarnadóttir  hótelstjóri á Hótel Gíg við Mývatn kom brosandi á móti fulltrúum Framsýnar og fræddi þá um starfsemina í sumar sem hefur gengið vel eins og hjá flestum öðrum ferðaþjónustu aðilum á félagssvæði Framsýnar. Hótelið hefur nánast verið fullt í allt sumar en það tekur um 75 manns í gistingu. Um 20 starfsmenn starfa hjá hótelinu sem flestir koma frá Akureyri.
Kristín Sveina er hótelstjóri á Hótel Gíg sem stendur við Mývatn fallegasta vatn landsins.
Það eru mörg störfin sem þarf að vinna í hótelrekstri. Hér er Nína að bera á pallinn við Hótel Gíg.
Þrátt fyrir mikið annríki gafst starfsmönnum, sem voru á vakt, smá tími til að fá sér að borða.
Hléið er líka notað til að hafa samband við sína nánustu eða taka við pöntunum.
Deila á