Fulltrúar Framsýnar komu við á Fosshóteli Laugum í gær. Þar hittu þeir fyrir Berglindi hótelstjóra og nokkra starfsmenn sem voru á vakt. Í sumar hafa um 30 starfsmenn starfað á hótelinu. Hótelið hefur nánast verið fullbókað í allt sumar og því mikið verið að gera en hótelið getur tekið á móti um 120 manns í gistingu. Fosshótel Laugar sem er sumarhótel er að mörgu leyti til fyrirmyndar, þar eru allir starfsmenn með vinnustaðaskírteini eins og lög gera ráð fyrir og þá sér hótelið sjálft um öll þrif á húsnæðinu og þvott á líni og öðru því sem tilheyrir rekstrinum. Færst hefur í vöxt að ferðaþjónustuaðilar kaupi þjónustu við þrif á herbergjum og þvotti á líni frá fyrirtækjum sem eru utan Þingeyjarsýsla sem er slæm þróun að mati Framsýnar. Við það tapast s.s. störf úr héraðinu og sveitarfélög verða af útsvarstekjum.
Berglind Júlíusdóttir sem er aðeins 24 ára gömul hefur starfað á hótelinu á Laugum í fjögur ár, þar af sem hótelstjóri í tvö ár. Hér er hún að gera formanni Framsýnar grein fyrir starfseminni í sumar.
Halla Káradóttir og Guðrún Baldvinsdóttir sem koma frá Akureyri og Reykjavík voru ánægðar með lífið og tilveruna í eldhúsinu í gær. Í samtölum við starfsmenn kom fram að mikið væri lagt upp úr því að þeir væru vel inn í sínum málum s.s. kjaramálum.