Á sínum tíma var brotið ákveðið blað í ferðaþjónustu á Íslandi þegar fjölskylda Inga Tryggvasonar frá Kárhóli breyti fjárhúsi á Narfastöðum í vinalegt gistihús. Gistiþjónusta á Narfastöðum hófst árið 1988. Nokkuð er síðan að sonur hans Unnsteinn Ingason og fjölskylda tók við rekstrinum og hefur rekið hann með miklum myndarskap undanfarinn ár. Boðið er upp á gistingu fyrir um 90 manns á Narfastöðum í 43 herbergjum. Í sumar hefur nýtingin verið mjög góð eða um 96%. Mikið er lagt upp úr því að gera vel við gestina og einnig starfsmenn enda nokkrir þeirra með langa starfsreynslu. Á fundi með fulltrúum Framsýnar fóru þau Unnsteinn og Rósa yfir starfsemina og komu ýmsum góðum ábendingum á framfæri við Framsýn sem félagið mun taka til skoðunar.Tveir frumkvöðlar, Ingi Tryggvason og Unnsteinn sonur hans.
Jörundur var að setja í þvottavél þegar fulltrúar Framsýnar voru á ferð.Spjallað við starfsmann. Formaður Framsýnar er hér á tali við Starkarð Snæ Hlynsson starfsmann á Narfastöðum.
Það er ekki að sjá að þessi ungi maður, Ingi Tryggvason, bændahöfðingi og fyrrverandi ferðaþjónustubóndi sé orðinn 93 ára gamall. Hann sat utan við Narfastaði í góða veðrinu á fimmtudaginn þegar fulltrúar Framsýnar voru þar á ferð.