Það urðu miklar og góðar umræður við kaffiborðið þegar starfsmenn á skrifstofu Þingeyjarsveitar settust niður með fulltrúum Framsýnar til að ræða málin. Umræður urðu m.a. um verkalýðsmál, samstarf sveitarfélaga og hagsmunaaðila á svæðinu og velferðarmál. Það fer ekki á milli mála að mjög góður andi er meðal starfsmanna á skrifstofunni og þeir viðskiptavinir sem komu á meðan fulltrúar Framsýnar stöldruðu við voru afar ánægðir með þjónustuna á skrifstofunni sem þeir sögðu vera til fyrirmyndar. Í ljósi þessa er spurning hvort ekki eigi að skipta um nafn á Þingeyjarsveit sem telur rúmlega 900 íbúa, það er Gleðisveitin.Það urður miklar og góðar umræður við kaffiborið á skrifstofu Þingeyjarsveitar.