Fundur um Færeyjaferð stéttarfélaganna

Fundur með þeim félagsmönnum sem skráðir eru í Færeyjaferð stéttarfélaganna í september verður mánudaginn 11. ágúst kl. 18:00 í fundarsal félaganna. Farið verður yfir helstu atriði er varða ferðina og fólki jafnframt raðað  niður í klefana í Norrænu. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Deila á