Já sæll! sól, rigning og haglél

Það var nokkuð sérstakt veður í Dimmuborgum í Mývatnssveit í dag. Á göngu um borgirnar fengu fjölmargir ferðamenn að kynnast íslensku veðurfari í hnotskurn. Sólin baðaði borgirnar með sínum heitu geislum, síðan tók rigningin völdin og að lokum gerði haglél. Sjá myndir en haglélið náðist ekki á mynd þar sem ljósmyndarinn var á hlaupum undan rigningunni og haglélinu inn á veitingastaðinn í Dimmuborgum þar sem hann var fljótur að fá sér heitt kakó eftir 2,5 km göngu og slagveður seinni hluta göngunnar.
Deila á