Grillað og þuklað

Það verður stuð í Skansinum við Hvalasafnið á föstudagskvöldið kl. 21:00. Þar verða fallegustu hrútar á heimsvísu til skoðunar og besti  hrúturinn valinn af sérstakri dómnefnd. Jafnframt gefst gestum og gangandi kostur á að velja kynþokafyllsta hrútinn. Til að gera umgjörðina sem glæsilegasta munu bændur úr héraðinu grilla lambakjöt af bestu gerð fram eftir kvöldi. Væntanlega verða þúsundir gesta mettaðir af íslensku lambakjöti.
Keppt verður um þennan bikar á föstudagskvöldið þegar besti hrúturinn verður valinn úr hópi fallegra hrúta sem eru í eigu frístundabænda á Húsavík.
Það má reikna með mikilli stemningu á hrútasýningunni.
Hrútar og menn verða til sýnis.
Pétur Helgi verður kynnir á hrútasýningunni, það er ef hann verður búinn að ná sér eftir fermingabarnamótið sem hann er á í dag.

Frístundabændur á Húsavík eiga marga fallega hrúta.

Meðan hrútasýningin fer fram munu ekta bændur sjá um að grilla lambakjöt handa áhorfendum. Hugsanlega munu þeir taka lagið líka, hver veit.

Deila á