Allir þeir sem greiða til Framsýnar félagsgjald, þar með talið sumarvinnufólk, eiga rétt á ódýru flugfargjaldi með Flugfélaginu Erni um Húsavíkurflugvöll. Verðið er aðeins kr. 7.500 á flugleiðinni Húsavík-Reykjavík. Geri aðrir betur.
Samkvæmt könnunum er stéttarfélagið Framsýn eitt virtasta stéttarfélag landsins. Góð þjónusta og málflutingur þess út á við skilar þessum árangri að mati þeirra sem tóku þátt í könnuninni.