Fimm félög sem aðild eiga að Samfloti Bæjarstarfsmanna stóðu að sameiginlegri atkvæðagreiðslu það er STH, ST-Fjallabyggð, SDS (Dala og Snæfells) og STAVEY (Vestmannaeyjar).
Á kjörskrá voru 934 félagsmenn og greiddu 200 atkvæði eða 21% félagsmanna. Já sögðu 179 eða 89,5%, nei sögðu 20 eða 10% og 1 seðill var auður eða 0,5%. Þannig að samningurinn skoðast samþykktur og var Sambandi íslenskra sveitarfélaga tilkynnt það í dag.
Kjarasamningur SNS og STH var samþykktur.