Gengið frá samningi við Advania

Skrifstofa stéttarfélaganna og Advania hafa gengið frá samstarfssamningi um tölvuþjónustu og kerfisleigu. Samkvæmt samkomulaginu tekur Advania að sér að sjá um þessi mál fyrir stéttarfélögin. Gengið var frá samkomulaginu á fimmtudaginn. Þrjú stöðugildi eru hjá Advania á Húsavík og munu starfsmenn fyrirtækisins á Húsavík sinna þessum viðskiptum

Aðalsteinn Árni Baldursson skrifaði undir samninginn fyrir hönd stéttarfélaganna og Jónas Sigurþór Sigfússun fyrir hönd Advania.

Deila á