Nýtt fræðasetur opnað í Þistilfirði

Á dögunum var opnað nýtt áhugavert fræðasetur um forystufé að Svalbarði í Þistilfirði. Setrið er allt hið glæsilegasta og rétt er að skora á fólk sem á leið um Þistilfjörðinn að koma við og skoða setrið.
Eins og lesendur heimasíðunnar hafa séð hafa fulltrúar Framsýnar farið um héraðið undanfarið og heimsótt fyrirtæki og söfn sem tengjast ferðaþjónustu á svæðinu. Áhersla hefur verið lögð á að ræða við atvinnurekendur um stöðuna og framtíðar horfur í ferðaþjónustu. Þegar talsmenn Framsýnar voru á ferðinni í Þistilfirði á dögunum komu þeir við í Fræðasetrinu á Svalbarða og hittu fyrir Daníel Pétur Hansen sem veitir safninu forstöðu sem sagði þeim frá uppbyggingu safnsins.
Fræðasetrið um forystufé hefur að geyma söguna um forystufé á Íslandi sem á sér merkilega sögu. Hér er Daníel að fræða formann Framsýnar um safnið sem er reyndar mikil áhugamaður um forystufé.
Það er full ástæða fyrir fólk að líta við og skoða safnið.
Forystufé á sér langa sögu á Íslandi.
Deila á