Vinsælt að gista á tjaldsvæði

Hlíð ferðaþjónusta rekur myndarlegt tjaldsvæði í Mývatnssveit og hefur gert það frá árinu 1995. Auk þess að reka tjaldsvæði er gestum jafnframt boðið að kaupa gistingu í sumarhúsum  og kytrum. Ekki þarf að taka fram að tjaldsvæðið dregur að sér fjölda gesta á hverju ári enda staðsetningin góð og umhverfið eins og það gerist best.
Gísli og Lilja sem reka ferðaþjónustuna Hlíð gáfu sér góðan tíma til að fara yfir starfsemina með formanni og varaformanni Framsýnar.
Um 13 starfsmenn starfa hjá Hlíð, ferðaþjónustu. Hér er einn þeirra Eydís Helga Pétursdóttir með hjólbörur.
Það var nóg að gera í afgreiðslunni við að taka á móti gestum.
Það er ekki dónalegt að gista í tjaldi við svona aðstæður.
Deila á