Handverk vinsælt

Karl Pálsson og Elín Sigurbjörnsdóttir hjá Handverksmarkaðinum á Fosshóli voru ánægði með lífið og tilveruna á föstudaginn þegar forsvarsmenn Framsýnar litu við hjá þeim. Mikið hefur verið um ferðamenn, ekki síst hópa sem komið hafa til Akureyrar með skemmtiferðarskipum og svo áfram upp í Mývatnssveit með viðkomu á Fosshóli.  Góð sala hefur verið í sumar og reiknuðu þau með söluaukningu milli ára.
Karl er flottur með hattinn.
Ósk varaformaður Framsýnar og „Grýla gamla“ fyrir utan Goðafossmarkað.
Deila á