Hafið þakkir fyrir

Fulltrúar Framsýnar komu aðeins við á Hótel Reynihlíð og hittu þar fyrir Þorvald í afgreiðslunni. Hugmyndin með heimsókninni var að spjalla við starfsmenn og Pétur Snæbjörnsson hótelstjóra en hann var ekki við. Þorvaldur vildi koma á framfæri þakklæti til félagsins fyrir góða þjónustu og öfluga námsstyrki til félagsmanna sem hann hefði notfært sér líkt og aðrir félagsmenn.Þá væri mikil kjarabót að hafa aðgengi að ódýru flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Þorvaldur býr á höfuðborgarsvæðinu en starfar í sumar í Mývatnsveit.
Þorvaldur kom á framfæri ánægju sinni með starfsemi Framsýnar í spjalli við formann og varaformann félagsins auk þess að taka umræðu um landsmálin.
Deila á