Glæsilegt hótel opnað í Mývatnsveit

Þann 23. júní var opnað nýtt glæsilegt hótel í Mývatnssveit, Hótel Laxá. Hótelstjóri er Margrét Hólm Valsdóttir. Starfsemin fer vel af stað og er hótelið nánast fullbókað í sumar. Fulltrúar Framsýnar fengu góða kynningu á starfseminni þegar þeir voru þar á ferð fyrir helgina.
Þær Sigríður Jónsdóttir og Inga Ósk Jónsdóttir halda hótelinu hreinu og snyrtilegu ásamt öðrum starfsmönnum.
Fegurðin er mikil og útsýnið eftir því. Stefán Hallgrímsson húsvörður virðir fyrir sér stórbrotið útsýni.
Agnes straujar og straujar alla daga með bros á vör.
Margrét Hólm og Jóhanna fara hér yfir bókanir dagsins.
Bragi og Valur Hólm voru fagmannlegir í eldhúsinu enda von á fjölmörgum gestum í kvöldverð.
Deila á