
Svala Rut Stefánsdóttir gaf sér smá tíma til að stoppa svo næðist af henni mynd. Hún starfar í versluninni Ásbyrgi í Kelduhverfi. Rútur komu og fóru frá versluninni fullar af ferðamönnum þegar Framsýnarmenn voru þar á ferð á fimmtudaginn.
Ferðaþjónustuaðilar eru sammála um að töluverð aukning sé í komu ferðamanna í Þingeyjarsýslurnar milli ára.

Í Ásbyrgi sem og hjá öðrum þjónustuaðilum í ferðaþjónustu á félagssvæði Framsýnar hefur mikið verið að gera.