Má bjóða ykkur lopapeysu?

Við verslunina í Ásbyrgi er notalegt hús með sál þar sem finna má handverk eftir konur og karla í Norður-Þingeyjarsýslu. Þegar fulltrúar Framsýnar voru á ferðinni stóðu vaktina Sólveig Mikaelsdóttir og Nils Benedikt Gunnarsson. Þau sögðu söluna hafa gengið nokkuð vel í sumar.
Dolla klikkar ekki á því í góða veðrinu innan um handverkið.
Nils Benedikt var ánægður með að hafa vinnu í sumar.
Það eru margir áhugaverðir hlutir til sölu í handverkshúsinu.
Það er notalegt að koma að þessu fallega litla húsi sem er fullt af handverki og rúmlega það.
Deila á