Það var varla hægt að komast að afgreiðsluborðinu á Fosshóli fyrir ferðamönnum þegar talsmenn Framsýnar voru þar á ferð. Langar biðraðir mynduðust við kassana en magnaðir starfsmenn sáu til þess að engin þurfti að bíða of lengi eftir afgreiðslu.
Bjargey Ingólfs stóð sig vel í afgreiðslunni.
Þórarna Ólafsdóttir gaf sér tíma til að brosa þrátt fyrir mikið álag.
Hrefna Sævars lagar heimsins besta kaffi og hafði nóg að gera við að þjónusta kaffiþyrsta ferðamenn.
Það var mikið um ferðamenn á svæðinu um helgina m.a. við Goðafoss.
Tveir gamlir, formaður Framsýnar stendur hér við hliðina á gömlum bíl sem er í hringferð um landið og vakið hefur töluverða athygli.