Ferðaþjónustan í Rauðuskriðu í Aðaldal hefur blásið út allt frá árinu 1991 þegar ferðaþjónustan hófst þar með útleigu á tveimur herbergjum. Í dag er boðið upp á gistingu í 38 herbergjum af ýmsum gerðum og matsalur er fyrir 54 gesti. Það er Harald R. Jóhannesson og fjölskylda sem eiga og reka starfsemina en þau tóku við rekstrinum af foreldrum Haralds fyrir nokkrum árum. Að þeirra sögn er mikið að gera og töluverð aukning er á komum ferðamanna til þeirra milli ára sem flestir eru erlendir. Til að mæta þörfinni hafa þau orðið að byggja töluvert upp í landi Rauðuskriðu og hefur myndast lítið þorp á staðnum.
Mikill uppgangur er í ferðaþjónustunni í Rauðuskriðu og þar hafa menn verið að gera góða hluti í uppbyggingu.
Hér má sjá glæsilegt herbergi í Rauðuskriðu.
Harald fór um svæðið með Aðalsteini formanni Framsýnar og gerði honum grein fyrir uppbyggingu og næstu skrefum í því sambandi.
Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar var með í för þegar fulltrúar Framsýnar skoðuðu starfsemina.
Starfsmenn tóku brosandi á móti fulltrúum Framsýnar enda mikið að gera flesta daga.
Það hafa orðið miklar breytingar í Rauðuskriðu eftir að ferðaþjónusta hófst þar árið 1991 í tveimur herbergjum.