Starfsmannafélag Húsavíkur auglýsir félagsfund fyrir starfsmenn sem starfa eftir samningi STH og SNS, það er Samninganefndar sveitarfélaga um nýgerðan kjarasamning sem undirritaður var þann 4. júlí sl. með gildistíma frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015.
Fundurinn verður haldinn í sal stéttarfélagana fimmtudaginn 10. júlí kl. 20:00 og eftir kynningu á samningnum mun fara fram atkvæðagreiðsla um samninginn,enn ef einhverjir félagsmenn komast ekki á fundinn enn vilja kjósa um samninginn mun það verða hægt á skrifstofu stéttarfélagana til Þriðjudagssins 15. júlí til kl.15:00.
Stjórn STH skorar á alla þá félagsmenn sem geta mætt endilega að gera það okkar allra vegna til að skila skýrri niðurstöðu frá okkur.
Stjórn STH