Samhliða undirskrift á nýjum kjarasamningi í gær gengu fulltrúar Framsýnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá eftirfarandi túlkun á launahækkunum vegna starfsnáms;
Starfsnámi sem lokið er með lokaprófi og er meira en 70 framhaldskólaeiningar er metið samkvæmt grein 10.2.3 til 4% persónuálags enda nýtist það í starfi og hefur ekki verið metið við röðun starfs í starfsmati.
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist ánægður með að hafa náð fram þessari túlkun þar sem ágreiningur hefði verið um hana.
Þeir sem ljúka starfsnámi, 70 einingum eða meira fá nú námið metið hjá sveitarfélögum