Vinnustaðafundur á Stórutjörnum

Fulltrúar Framsýnar hafa síðustu daga farið um félagssvæðið og fundað með félagsmönnum sérstaklega  í ferðaþjónustu. Í dag var komið að því að heimsækja starfsmenn Flugleiðahótelsins á Stórutjörnum. Um 20 starfsmenn starfa hjá hótelinu  í sumar og að sögn þeirra  hefur mikið verið að gera það sem af er sumri. Fundurinn í dag var góður og upplýsandi fyrir starfsmenn sem voru duglegir við að leggja fram fyrirspurnir til forsvarsmanna Framsýnar.
Á fundinum var farið yfir kjarasamning starfsmanna og önnur þau atriði sem starfsmenn vildu fræðast um.
Samkvæmt kjarasamningunum að að tilnefna trúnaðarmann fyrir starfsmenn sem hefur aðgengi að upplýsingum er varðar bónusgreiðslur til starfsmanna. Dagný Ólafsdóttir sem er á þessari mynd var kjörin fulltrúi starfsmanna á fundinum.
Sigurbjörg og Hildur starfa hjá Flugleiðahótelinu á Stórutjörnum. Þær voru brosandi þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður í dag.
Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar og Huld skrifstofu- og fjármálastjóri félagsins voru á staðnum og fóru yfir réttindi og skyldur starfsmanna ásamt formanni félagsins Aðalsteini Árna.
Deila á