Full ástæða er til að skora á Þingeyinga og aðra gesti að fjölmenna í Borgarhólsskóla í kvöld en þar verða góðir gestir frá Færeyjum með skemmtun, það er dans og söng. Frítt er inn á samkomuna.Vonandi sjá sem flestir sér fært að heiðra Færeyingana með nærveru sinni í kvöld, föstudag. Það verður fjör í Borgarhólsskóla í kvöld, söngur og dans.