Að sögn formanns Framsýnar eru góðar líkur á að samningar takist milli félagsins og Launanefndar sveitarfélaga eftir helgina. Samningsaðilar hafa verið í viðræðum undanfarið og nú liggja fyrir drög að samningi sem verður til umræðu á fundi samningsaðila næsta þriðjudag. Samningurinn nær einnig til félagsmanna í Verkalýðsfélagi Þórshafnar sem starfa hjá sveitarfélögunum fyrir austan, Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Gangi það eftir að skrifað verði undir nýjan kjarasamning eftir helgina verða haldnir kynningarfundir í framhaldi af því á félagssvæðinu.
Miklar líkur eru á að samið verði fyrir starfsmenn sveitarfélaga eftir helgina.