Akursel ehf. fékk Hvatningaverðlaunin 2014

Á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem haldinn var á Kópaskeri síðastliðinn miðvikudag var fyrirtækið Akursel ehf. í Öxarfirði heiðrað fyrir framúrskarandi lífræna framleiðslustarfsemi sem byggir á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda héraðsins. Fyrirtækið er vel að Hvatningaverðlaununum 2014, komið.

Sigurgeir Höskuldsson fráfarandi stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélagsins afhendi Sigurbjörgu Jónsdóttur viðurkenninguna en hún ásamt eiginmanni hennar Stefáni Gunnarssyni og fjölskyldu hafa verið að gera frábæra hluti í ræktun á gullrótum sem eru afar hollar og vinsælar meðal viðskiptavina. Með þeim á myndinni er Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

Fundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fór fram á Kópaskeri í vikunni.

Deila á