Nýtt safn opnað formlega á Húsavík

Í dag var The Explorati­on Muse­um opnað á Húsa­vík við mikla viðhöfn. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði samkomuna með nærveru sinni auk þess sem ráðherrar og þingmenn létu sig ekki vanta auk annarra góðra gesta. Að sjálfsögðu tóku heimamenn þátt í þessum mikla gleðidegi. Arngrímur Jóhannsson flugstjóri kom fljúgandi með málverk af Náttfara sem komið var fyrir á safninu með viðeigandi hætti í dag. Málverkið var borið frá höfninni að safninu þar sem því var komið fyrir.

Heiðurinn að safninu á Örlygur Hnefill Örlygsson sem hefur verið að gera góða hluti á Húsavík. Hann opnaði nýlega hótel á Húsavík ásamt öðrum og nú hefur hann bætt við Könn­un­arsafni sem gæti verið laus­leg íslensk þýðing á heiti safns­ins, þar sem brugðið er ljósi á sögu geim­ferða, kapp­hlaupi á pól­ana og leiðangra nor­rænna vík­inga fyr­ir um þúsund árum. Upp­haf þessa verk­efn­is er að árið 2011 stóð Örlyg­ur Hnef­ill að sýningunni „Geim­far­ar í Þing­eyj­ar­sýslu.“ Þar voru uppi ýms­ar mynd­ir og mun­ir sem tengj­ast æfingaferðum geim­fara­efna NASA hingað til lands í aðdrag­anda Appolo-ferðanna til tunglsins frá 1969 og næstu ár þar á eft­ir. Full ástæða er til að óska Örlygi og hans fólki til hamingju með glæsilegt safn.

Arngrímur flugstjóri kemur í höfn á Húsavík í dag með Náttfara og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Ég hef oft komið til Húsavíkur en aldrei með þessum hætti sagði Ólafur Ragnar þegar hann steig á land á Húsavík í dag

Það er ekki á hverjum degi sem hafnarvörðurinn Stefán Stefánsson þarf að ganga frá flugvélum í Húsavíkurhöfn en það gerði hann með stæl í dag ásamt aðstoðarhafnarverðinum Hjálmari Hjálmarssyni.

Náttfari borinn í land. Örlygur eldri og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri Norðurþings sáu til þess að Náttfari var í öruggum höndum þegar hann kom í heimahöfn.

Fjöldi fólks tók  á móti góðum gestum sem komu í Húsavíkurhöfn í morgun.

Örlygur má vera ánægður með safnið sem er afar glæsilegt. Hér er hann ásamt forseta Íslands og væntanlega frænkum sínum sem tóku þátt í gleðinni í dag.

Gengið var frá bryggjunni með Náttfara upp í nýja safnið þar sem honum hefur verið fundinn staður.

Til hamingju og aftur til hamingju. Ráðherrar, þingmenn og forseti Íslands fluttu ávörp í dag við opnun safnsins. Í máli þeirra allra komu fram hamingjuóskir til Örlygs og aðstandenda safnsins með opnun safnsins sem er allt hið glæsilegasta.

Deila á