Aðalfundi Framsýnar lokið

Rétt í þessu var aðalfundi Framsýnar að ljúka. Góð mæting var á fundinn og voru fjölmörg mál á dagskrá fundarins. Þá var ályktað um atvinnumál og skorað á verðandi sveitarstjórnarmenn að standa vörð um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og aðrar ríkistofnannir  á svæðinu. Nánar verður fjallað um fundinn síðar í kvöld og næstu daga.

Fundarmenn voru ánægðir með rekstur félagsins og þær ályktanir sem samþykktar voru á fundinum.

Deila á