Fulltrúar Framsýnar ásamt lögfræðingum félagsins munu funda með forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar á morgun í Reykjavík vegna málefna starfsmanna fyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Fundurinn verður í húsnæði Vinnumálastofnunar og hefst kl. 09:00. Eins og fram hefur komið telur Framsýn að fyrirtækið hafi brotið á réttindum starfsmanna með því að greiða þeim ekki uppsagnarfrest í stað þess að senda þá á atvinnuleysisbætur. Næstu skref í málinu af hálfu Framsýnar verða tekin eftir fundinn með Vinnumálastofnun á morgun.
Framsýn telur að Vísir hf. hafi brotið á starfsmönnum fyrirtækisins á Húsavík, lögfræðingar skoða málið með félaginu.