Iðandi líf við höfnina á Kópaskeri

Það var fallegt vorveður á Kópaskeri í gær þegar bátarnir sem stunda grásleppuveiðar í Öxarfirði voru að koma í land með góðan afla. Það ver létt yfir sjómönnum sem sögðu veiðina vera búna vera góða síðustu dagana en verðið mætti vera betra fyrir hrognin.

 Það voru margir bátar í höfn á Kópaskeri í gær.

Geir og Haukur voru í góðu skapi sem og aðrir við höfnina.

Athafnakonan Margrét Hólm Valsdóttir var á Kópaskeri og gerði sér ferð niður á bryggju þar sem hún hitti frænda sinn frá Dalvík sem gerir út á grásleppuveiðar frá Kópaskeri.

Sjómenn lönduðu góðum afla  eftir fengsæla veiðiferð.

Væntanlega eru þessi bátar ekki í höfn í dag þar sem veiðin fyrir austan er góð.

Deila á