Fjölmenni á hátíðarhöldum

Mikið fjölmenni er samankomið á hátíðarhöldum stéttarfélaganna á Húsavík og er góður baráttuandi á fundinum sem hófst kl. 14:00. Í þessum töluðu orðum er Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar að flytja kröftuga hátíðarræðu og kemur hann víða við í máli sínu. Frekari fréttir af fundinum verða hér á heimasíðunni síðar í dag.

Hátíðarhöldin á Húsavík í dag eru ein þau fjölmennustu sem haldin eru  á Íslandi á baráttudegi verkafólks.

Deila á