Framsýn hefur loksins fengið fund með stjórnendum Vísis hf. á Húsavík um stöðu mála og hvort fyrirtækið ætli að standa við áform um að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí. Framsýn ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Norðurþingi hafa mótmælt þessum áformum harðlega og þá er töluverð reiði í bænum með stöðu mála. Fundur Framsýnar og Vísismanna verður næsta mánudag.
Framsýn fundar með forsvarsmönnum Vísis næsta mánudag um stöðu starfsmanna komi til lokunar fyrirtækisins á Húsavík um næstu mánaðamót.