Starfsmenn Landsvirkjunar athugið

Á næstu dögum hefjast viðræður milli Starfsgreinasambands Íslands og Landsvirkjunar um nýjan kjarasamning sem Framsýn á aðild að. Framsýn hvetur félagsmenn sem starfa hjá Landsvirkjun að koma sínum ábendingum á framfæri varðandi áherslur þeirra í komandi kjaraviðræðum við Landsvirkjun. Mikilvægt er að þeim verði komið til Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 7. maí á netfangið kuti@framsyn.is. Þá eru forsvarsmenn Framsýnar einnig tilbúnir að koma í heimsóknir í Kröflu eða í Laxárvirkjun verði eftir því leitað. Endilega hafið samband við formann eða starfsmenn Framsýnar ef þið viljið ræða kjarasamninginn eða breytingar á honum. Til viðbótar má geta þess að allir félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá Landsvirkjun munu fá bréf frá félaginu með þessum upplýsingum.

Deila á