Eins og fram hefur komið á heimasíðunni þá stendur Framsýn fyrir opnum fundi um neysluviðmið á Íslandi. Fundurinn verður haldinn á morgun,miðvikudag 23. apríl í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Fundurinn hefst kl. 20:00. Gestur fundarins verður Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu.
Íslensk neysluviðmið: Frummælandi, Sigríður Jónsdóttir Velferðarráðuneytinu.
Kynning á neysluviðmiðunum, uppbyggingu þeirra og þróun.
Eftir framsögu Sigríðar verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir.