Mögnuð hátíð framundan 1. maí

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2014 kl. 14:00. Að venju er reiknað með fullu húsi enda dagskráin við allra hæfi. Sjá dagskrána:

 Dagskrá:

  • Ávarp: Ágúst Sigurður Óskarsson ráðgjafi hjá Virk, starfsendurhæfingarsjóði 
  • Hátíðarræða: Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar, stéttarfélags 
  • Söngur: Karlakórinn Hreimur. Stjórnandi Steinþór Þráinsson 
  • Spil og söngur: Lára Sóley Jóhannsdóttir  og Hjalti Jónsson spila og syngja vel valin lög, m.a. með karlakórnum 
  • Spil og söngur: Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða Lay Low spilar og syngur þekkt lög sem náð hafa miklum vinsældum
  • Spil og söngur: Stórsöngvarinn, Ragnar Bjarnason, syngur nokkur af sínum bestu lögum í gegnum tíðina. 

Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþýðusöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar. 

Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna. 

Þingeyingar og landsmenn allir, fjölmennum í höllina, og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2014. 

Framsýn, stéttarfélag
Starfsmannafélag Húsavíkur
Þingiðn, félag iðnaðarmanna

Þau Hjalti og Lára Sóley eru frábærir listamenn, þau verða á Húsavík 1. maí og syngja og spila  falleg lög eins og þeim er einum lagið. Þau munu jafnframt taka lagið með heimsins besta karlakór, Karlakórnum Hreimi.

Söngkonan Lay Low hefur vakið mikla athygli fyrir sína tónlist. Hún mun koma fljúgandi frá Reykjavík og taka nokkur þekkt lög fyrir heimamenn og gesti.

Einn af okkar bestu söngvurum, Raggi Bjarna, fagnar síðar á þessu ári 80 ára afmæli. Samkvæmt heimildum heimasíðunar verður hann með stórtónleika í Hörpunni í haust til að fagna afmælinu. Hann mun hita sig upp fyrir tónleikana í haust með því að heiðra Þingeyinga með söng sínum á hátíðarhöldunum á Húsavík 1. maí.

Deila á