Félagsmenn Framsýnar sem hafa áhuga á að vera fulltrúar félagsins á ársfundi Lífeyrissjóðsins Stapa sem fram fer í Hofi á Akureyri 21. maí eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 10. maí. Gengið verður frá kjöri á fulltrúum félagsins á aðalfundi Framsýnar 15. maí. Framsýn á rétt á ellefu fulltrúum á ársfund Stapa.
Stjórn Framsýnar samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa eftir félagsmönnum sem vilja vera fulltrúar félagsins á aðalfundi Lsj. Stapa sem haldinn verður á Akureyri 21. maí. Ef þú hefur áhuga og ert jafnframt félagsmaður í Framsýn, hafðu þá samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.