Vertíðin að hefjast

Það eru mörg verkin sem þarf að vinna áður en hvalaskoðunarvertíðin hefst að fullu í sumar. Tíminn hefur meðal annars verið notaður til að mála og laga hvalaskoðunarbátana.  Hvalaskoðunarfyrirtækin eru bjartsýn á sumarið. Reiknað er með metfjölda í sumar miðað við fyrirliggjandi spár um aukningu á ferðamönnum til landsins.

Málað og skverað í blíðunni á Húsavík í morgun.

Deila á