Aðalfundir deilda hjá VÞ búnir

Aðalfundir deilda innan Verkalýðsfélags Þórshafnar hafa verið haldnir. Fundirnir voru haldnir á veitingastaðnum Bárunni í góðu yfirlæti. Sjómannadeild félagsins fundaði  24. janúar 2014. Stjórn deildarinnar skipa Sigfús Kristjánsson formaður, Birgir Indriðason varaformaður og Jóhann Ægir Halldórsson ritari. Verslunar- og skrifstofudeild félagsins fundaði  12. mars. Stjórn skipa Kristín Kristjánsdóttir formaður, Unnur Lilja Elíasdóttir varaformaður og  Guðrún Þorleifsdóttir ritari. Iðnaðarmannadeild fundaði svo 18. Mars.  Stjórn skipa Vikar Vífilsson formaður, Guðmundur Hólm varaformaður og Axel Jóhannesson ritari.

Þrátt fyrir að Verkalýðsfélag Þórshafnar sé eitt fámennasta stéttarfélag landsins er starfsemi félagsins mjög öflug.

Deila á