Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum fyrir almennan markað hækkaði iðgjald í fræðslusjóð (stundum nefndur starfsmennta- eða endurmenntunarsjóður) um 0,10% frá 1.janúar síðastliðnum. Iðgjaldið verður því 0,30 % en það skapar rétt launafólks í Landsmennt sem er fræðslusjóður verkafólks á landsbyggðinni.
Framlög atvinnurekenda í fræðslusjóði hafa verið aukin um 0,10%