Sæludagur hjá Þingiðn

Nú eiga félagsmenn Þingiðnar að hafa fengið í hendur bréf frá félaginu þar sem fram kemur að leikhúsferð er fyrirhuguð í Breiðumýri föstudaginn 4. apríl. Auk þess verður félagsmönnum og mökum þeirra boðið upp á kvöldverð í boði félagsins. Það verður því sannkallaður sæludagur hjá Þingiðnarmönnum og þeirra elskulegu mökum í byrjun apríl. Skráning á sæludaginn er á Skrifstofu stéttarfélaganna til miðvikudagsins 26. mars. Þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar.Stjórn Þingiðnar stendur fyrir sæludegi í byrjun apríl fyrir félagsmenn og maka.

Deila á