Opið hús í Árholti í dag

Jón Gunnarsson bóndi var með opið hús í dag. Fjölmargir lögðu leið sína til Nonna í Árholti til að skoða nýja fjárhúsið og aðstöðuna sem er til mikillar fyrirmyndar.  Gestum var  boðið upp á kjötsúpu af bestu gerð og konfekt meðan kindurnar létu vel af ilmandi heyi.  Jón vígði fjárhúsið formlega í dag með því að klippa á borða með sauðaklippum um leið og hann fór yfir byggingarsögu hússins í stuttu máli. Allt hefði staðist og væri hann afar ánægður með hvernig til hefði tekist með fjárhúsið.

Klippt á borðann við hátíðlega athöfn. Að sjálfsögðu klöppuðu gestirnir fyrir Nonna og nýja fjárhúsinu.

Guðrún bauð gestum upp á ilmandi kjötsúpu af  bestu gerð.

 Menn komu víða að til að fagna með Nonna.

Óskar Karlsson frístundabóndi og útgerðarmaður til fjölda ára var ánægður með súpuna og nýja fjárhúsið að sjálfsögðu.

Tryggvi bóndi var á svæðinu eins og fjölmargir aðrir sem gerðu sér ferð í Árholt í dag.

 Þrír góðir, Atli á Laxamýri, Gunnar Sigurður ættaður úr Árholti og Smári úr Breiðuvík.

Þessum þremur leiðist aldrei, Sigurður stórbóndi og hönnuður úr Skarðaborg, Trausti Aðalsteins stjórnmálaforingi og Aðalsteinn sem komið hefur að verkalýðsmálum í héraðinu. 

Menn voru áhugasamir um nýju burðarstíuna.

Jón er stórhuga maður og hefur byggt um glæsilegt fjárhús í Árholti. Um síðustu helgi vorum við með frétt um uppbygginguna  í Árholti. Um þrjú þúsund manns hafa þegar skoðað fréttina inn á heimasíðu stéttarfélaganna. Þess vegna birtum við þessa frétt til viðbótar í dag enda ekki á hverjum degi sem lesa má jákvæðar fréttir í fjölmiðlum.  En og aftur Jón Gunnarsson , til hamingju með glæsilegt fjárhús.

Deila á