Eintóm hamingja, svo skrifar verkakona af Suðurlandinu til formanns Framsýnar sem biðst undan nafnbirtingu. Við birtum hér þessa ágætu grein með hennar leyfi. Greinin er svohljóðandi og fjallar um kjarmál:
Eintóm hamingja
Nú erum við búin að gera nýja kjarasamninga og samþykkja þá og bjarga þar með íslenskum þjóðarhag já við launþegar eigum þjófélaginu margt að þakka að fá 2,8% launahækkun auk hækkun á desember- og orlofsuppbót sem menn státa sig mest af.
Að vísu er okkur sagt að þetta séu bara svona auka samningar nú eigi að fara að vinna að alvöru kjarasamningum og taka upp norrænt kerfi, á það að vera búið fyrir lok þessa samnings og þá munu kjörin batna svo um munar og til frambúðar ……gott ef satt reynist……en skildum við hafa heyrt þetta áður…..
Þeir félagar okkar sem eru skemmst í starfi verða sjálfsagt hamingju samir þegar þeir fá ekki neitt af þessari desember- og orlofs-veislu vegna þess að það gleymdist að stytta viðmiðunar tímabilið úr 12 vikum í eitthvað minna
Lítum á fólk sem er í þjónustugreinum í ferðamannaiðnaðinum, sem er tískuatvinnugrein í dag skúra, skipta á rúmum og þjónusta eins og hóteleigandinn skipar fyrir, það nær tæplega tólf vikna starfsferli yfir há ferðamannatímann. Eða það gefst upp vegna 12 tíma vakta alla daga vikunnar.
Kassafólkið og afleysingarfólkið í verslun og þjónustu, vegasjoppu afgreiðslufólkið, rútubílstjórar yfir sumarið, bæjarvinnan, makrílvertíðin og fleira. Sum starfsemi stendur stutt yfir og þótt að fólk vinni á vöktum eða ómælda yfirvinnu eru það vikurnar sem telja. Oft er þetta skólafólk eða fólk sem hefur verið atvinnulaust en það skiptir ekki máli, fólk er fólk.
En auðvitað geta samningamenn þessa fólks strokið sér um kviðin og sagt að þetta sé nú aðallega fyrir þá sem tolla í vinnu meira en 12 vikur, skítt með hina.
En sum vinna stendur bara ekki yfir í 12 vikur, þá þarf að leita annað og annað.
En það getur ekki verið ásættanlegt að þessi 12 vikna vinnukvöð sé til staðar og að töluverður hópur okkar fólks njóti ekki þeirrar kjarabótar sem samið er um.
Auðvitað eru atvinnurekendur tilbúnir í eitthvað svona, það er hagstæðara fyrir þá, þeir geta notið vinnuframlags launþega í allt að 11 vikur og sleppt því að greiða nokkuð af desember- og orlofsuppbót.
Og allir hamingjusamir eða er það ekki.
Ég legg til að þú takir þetta upp fyrir mína hönd í komandi samningavinnu sem mér skilst að sé u.þ.b. að hefjast því að nú á að vanda til verka ,,,,,og við skulum ætla að svo verði.
Stundum þegar menn verða undirleitir vegna verka sinna reyna þeir að upphefja sig á einhverju jafnvel á einhverju smáu og auvirðilegu, svona eins og kerlingar þegar þær ráða ekki við verkefni sín, fara þær alltaf að kaupa eitthvað.
Auðvitað má ég ekki láta neitt svona sjást eða heyrast þess vegna mátt þú ekki hafa þetta eftir mér ……