Glæsilegt fjárhús tekið í notkun

Jón Gunnarsson bóndi í Árholti á Tjörnesi vígði glæsilegt fjárhús í dag þegar hann  rak ærnar úr gamla húsinu yfir í nýja húsið við hátíðlega athöfn. Húsið tekur um 400 kindur. Jón hefur því pláss fyrir um 800 kindur með gamla fjárhúsinu. Að sögn Jóns stendur til að fjölga bústofninum sem telur í dag um 400 kindur. Jón stefnir að því að hafa opið hús næsta laugardag 15. mars frá 13:00 til 16:00. Þá mun fólki gefast tækifæri á að skoða eitt fullkomnasta fjárhús í Þingeyjarsýslum.

Nýja húsið í Árholti er áfast gamla fjárhúsinu.

Systkinin í Árholti með formanni Framsýnar sem var boðið að vera viðstaddur í dag þegar kindurnar voru reknar milli húsa.

Guðmundur Flosi og Gunnar Jóhannesson voru á svæðinu og hjálpuðu til við flutningana.

Rekið milli húsa.

Hvar er eiginlega okkar kró?

Öll aðstaða í nýja húsinu er til mikillar fyrirmyndar, bæði fyrir menn og kindur.

Séð yfir glæstilegt fjárhús í Árholti.

Fæðingadeildin klár fyrir vorið, eða því sem næst.

Jón Gunnarsson stórbóndi til hamingju með glæsilegt fjárhús.

Deila á