Verkalýðsfélag Þórshafnar og Samtök atvinnulífsins skrifuðu í gærkvöldi undir sérkjarasamning fyrir starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Samningurinn nær til tæplega 20 starfsmanna. Samningurinn er sambærilegur þeim samningum sem undirritaðir hafa verið undanfarið og ná til starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum á Íslandi. Samningurinn tekur gildi frá 1. janúar 2014 og gildir í þrjú ár.
Bræðslumenn á Þórshöfn munu greiða atkvæði í næstu viku um sérkjarasamning sem var undirritaður í gær.