Semja bræðslumenn í dag

Góður gangur hefur verið í viðræðum Verkalýðsfélags Þórshafnar og Samtaka atvinnulífsins vegna sérkjarasamnings starfsmanna í bræðslunni á Þórshöfn. Loðnubræðslan á Þórshöfn er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Að sögn samninganefndar starfsmanna er ekki ólíklegt að skrifað verði undir nýjan sérkjarasamning síðar í dag eða kvöld. Heimasíðan mun fylgjast með gangi viðræðna í dag.

Um 18 starfsmenn falla undir sérkjarasamning bræðslumanna á Þórshöfn. Hér eru starfsmenn að fara yfir tilboð atvinnurekenda í fyrradag.

Stefán trúnaðarmaður er hér að gera grein fyrir helstu áherslum starfsmanna.

Deila á